Eigin konur #1041:12:00
Sigþrúður Guðmundsdóttir - Segir ofbeldismenn oft taka sér skilgreiningarvald yfir þolendum
„Afhverju fara þær ekki bara?”
Það er þessi rómantíska hugmyndin um að konur eigi að elska fram í rauðan dauðann og geti ekki lifað án einhvers. Margar konur koma úr ofbeldissamböndum með skömm yfir því að þetta sé þeim að kenna af því að ofbeldismaðurinn tekur að sér skilgreiningarvaldið segir Sigþrúður Guðmundsdóttir sem var framkvæmdarstýra kvennaathvarfsins í 16 ár.
Í þættinum fer Sigþrúður yfir afleiðingar heimilsofbeldis, afhverju konur fara ekki strax úr ofbeldissamböndum og hvað konur í þessari stöðu geta orðið veikar af alvarlegum sjúkdómum án þess að gera sér grein fyrir því. Þær eru margar ótengdar eigin tilfinningum og líðan að þær taka jafnvel ekki eftir einkennum sem annað fólk tæki eftir. „Ef maður setur sig í þessi spor að lifa í hættu ástandi heima hjá sér, stöðugt eftirlit, takmarkað frelsi, líkamlegt ofbeldi, yfirvofandi kynferðisofbeldi þegar það hentar þeim sem maður býr með, þá getur það bara lagst á konur, líkamlega og andlega”.
Athugasemdir