Eigin konur
Eigin konur #9940:03

Mis­not­að­ur af eldri bróð­ur sín­um í 6 ár

Vorið 2016 óskaði Barnaverndarnefnd eftir því að lögreglan tæki til rannsóknar langvarandi meint kynferðisbrot drengs sem hafði greint sálfræðingi frá kynferðislegum athöfnum með yngri bróðir sínum, sem við köllum Pétur. „Þetta var eins og að taka jörðina af bakinu á mér,” segir Pétur og bætir við að það hafi verið mikill léttir þegar bróðir hans hafi ákveðið að segja frá kynferðisofbeldinu. Pétur segir frá því að hann hafi verið lagður í mikið einelti á þessum tíma og hafi ekki þekkt neitt annað en að líða illa. „Maður fattar bara ekki hvað þetta er algjörlega óeðlilegt og ég í rauninni fattaði það ekki fyrr en 2017,” segir hann í þættinum og greinir frá því að hann hafi sótt mikið í vímuefni eftir að þetta komst upp. Einna erfiðast, segir Pétur, er að hugsa til þess að fjölskyldan gæti sundrast vegna málsins en málið var aldrei rætt heima fyrir. „Fyrir mér var hann bara veikur og mér finnst hann ekki eiga neitt illt skilið,” segir Pétur og bætir við að hann vilji halda fjölskyldunni saman. Pétur vill vekja athygli á afleiðingum kynferðisofbeldis en í dag glímir hann við þunglyndi og áfallastreituröskun. Hann segir Pieta samtökin hafa bjargað lífi sínu og hann sé fyrst og fremst að læra að lifa með þessu og skilja sjálfan sig. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
· Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Edda Falak

Tengdar greinar

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Að lifa með sjálfum sér
    Sif #38 · 06:33

    Að lifa með sjálf­um sér

    Langdræg vopn og kjarnorkuótti
    Úkraínuskýrslan #20 · 08:03

    Lang­dræg vopn og kjarn­orkuótti

    Alma og Willum ræða stöðu bráðamóttökunnar
    Pressa #30 · 1:00:00

    Alma og Will­um ræða stöðu bráða­mót­tök­unn­ar

    Kvöldvakt á bráðamóttökunni
    Á vettvangi: Bráðamóttakan #1 · 1:02:00

    Kvöld­vakt á bráða­mót­tök­unni