Eigin konur
Eigin konur #981:09:00

Freyja Huld: „Ég þarf að vera í sam­skipt­um við hann, sama hvað hann gerði“

Barnsfaðir Freyju hlaut tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í maí 2020, fyrir tilraun til kynferðislegrar áreitni gegn barni í rituðum samskiptum á Skype. Í desember 2021 var hann svo sakaður um að hafa átt samskipti við 14 ára stúlku í gegnum samfélagsmiðla, að hafa sótt stúlkuna í heimahús og frelsisvipt hana í þrjá klukkutstundir þar sem hann hafi meðal annars nauðgað henni. Freyja var sjálf þolandi sem barn og segir mál barnsföður síns vera erfitt fyrir sig og börnin. Freyja lýsir því í þættinum þegar tálbeitan hringir í hana um nóttina og sendir henni myndböndin og samtölin milli barnsföður hennar og það sem átti að vera 13 ára stelpa. „Mér leið skelfilega því mér fannst hann hafa svikið mig með því að vera inná einkamál og svo var hann þarna að tala við einhvern sem hann hélt að væri 13 ára gömul stúlka,“ segir Freyja í þættinum. Freyja og barnsfaðir hennar slitu sambandinu eftir fyrsta brotið en héldu þau áfram að búa saman. „Auðvitað þykir mér vænt um þennan mann, hann gaf mér barnið mitt og ég hef ekkert val. Ég þarf að vera í samskiptum við þennan mann, sama hvað hann gerði,“ segir Freyja. Hún gagnrýnir kerfið og segir barnavernd ekki hafa haft samband við hana eftir að barnsfaðir hennar fékk dóm fyrir að brjóta á barni. Er eðlilegt að maður sem sakaður er um brot gegn barni umgangist börnin sín? Hvernig á að miðla upplýsingum til barna hans?
· Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Edda Falak

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Að lifa með sjálfum sér
    Sif #38 · 06:33

    Að lifa með sjálf­um sér

    Langdræg vopn og kjarnorkuótti
    Úkraínuskýrslan #20 · 08:03

    Lang­dræg vopn og kjarn­orkuótti

    Alma og Willum ræða stöðu bráðamóttökunnar
    Pressa #30 · 1:00:00

    Alma og Will­um ræða stöðu bráða­mót­tök­unn­ar

    Kvöldvakt á bráðamóttökunni
    Á vettvangi: Bráðamóttakan #1 · 1:02:00

    Kvöld­vakt á bráða­mót­tök­unni