Karlmennskan, hlaðvarp

„Mig lang­aði ekk­ert að lifa“ - Lár­us Logi Elentín­us­son (Eld­gosi)

Lárus Logi Elentínusson hefur verið að glíma við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir frá því hann var unglingur. Lárus sem er 19 ára gamall, og þekktur sem Eldgosi á TikTok, deildi því með fylgjendum sínum að hann hefði gert sjálfsvígstilraun fyrir tæpum tveimur árum. Í einhverja mánuði voru viðbrögð fólks á TikTok, commentin og rauðu búbblurnar það sem hélt í honum lífinu. Lárus er ekki laus við vanlíðanina en með hjálp sálfræðings, þunglyndislyfja og því að tala opinskátt um líðan sína segist hann geta tekist betur á við erfiðar tilfinningar og hugsanir. Lárus lýsir reynslu sinni að hafa glímt við þunglyndi, án þess að vita það, frá því í 6. bekk og hvernig það er að burðast með tilgangsleysi og vonleysi og upplifa sig sem „ónýta vöru sem mætti farga“. Hann segist hafa lært að hann þurfi ekki og það sé alls ekki sniðugt að burðast einn með vanlíðan, það sé alltaf einhver tilbúinn til að hjálpa. Í þessum þætti er talað um þunglyndi, sjálfsskaða og sjálfvígshugsanir. Ef þú þekkir slíkt af eigin raun bendi ég á símanumerið 1717 og 1717.is sem er opið allan sólarhringinn, Píeta samtökin, Bergið (fyrir ungt fólk til 25 ára) og sálfræðinga víða um land. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Veganbúðin, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Keisaraynjan sem hvarf
Flækjusagan · 12:19

Keis­araynj­an sem hvarf

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
Eitt og annað · 07:09

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Nauðgunargengi norðursins
Sif · 06:53

Nauðg­un­ar­gengi norð­urs­ins

Síðari hluti annáls frá Úkraínu: Staðan á vígvellinum
Úkraínuskýrslan #22 · 21:02

Síð­ari hluti ann­áls frá Úkraínu: Stað­an á víg­vell­in­um