Karlmennskan, hlaðvarp

Kyn­lífs­verka­fólk og Rauða regn­hlíf­in - Logn og Renata

Rauða Regnhlífin er hagsmunasamtök sem berst fyrir öryggi og réttindum fólks í kynlífsvinnu á Íslandi. Þau styðja skaðaminnkun og vilja binda enda á fordóma gegn fólki sem selur kynlífsþjónustu. Logn starfaði við kynlífsþjónustu í 3 til 4 ár en Renata bryjaði að strippa meðfram skólagöngu sinni í Berlín áður en hún fór svo að notast við Onlyfans, sem hún starfar við í dag. Logn og Renata vilja afglæpavæða kynlífsþjónustu og telja að kynlífsverkafólk búi við samfélagslega smánun og séu berskjaldaðar fyrir ofbeldi undir núverandi löggjöf. Telja þau ekki gerðan greinarmun á kynlífsþjónustu og síðan kynferðisofbeldi, og telja stjórnvöld hafa meiri áhuga á að stöðva kúnna heldur en þá sem beita kynlífsverkafólk ofbeldi. Renata og Logn útskýra sjónarmið Rauðu reghlífarinnar, hver munurinn er á núverandi löggjöf, afglæpavæðingu og lögleiðingu kynlífsþjónustu, hvers vegna þau nota hugtökin kynlífsþjónusta en ekki vændi og hvaða máli það skiptir kynlífsverkafólk að öðlast aðgengi að stéttarfélögum og almennum vinnuréttindum. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Dominos og Veganbúðin ásamt bakhjörlum Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Hver hefðir þú verið í Þriðja ríki Hitlers?
    Sif · 05:14

    Hver hefð­ir þú ver­ið í Þriðja ríki Hitlers?

    Hvar er vandlætingin? Hvar eru dólgslegar upphrópanirnar?
    Sif · 03:55

    Hvar er vand­læt­ing­in? Hvar eru dólgs­leg­ar upp­hróp­an­irn­ar?

    Óvissan um flaggskipið
    Eitt og annað · 10:08

    Óviss­an um flagg­skip­ið

    Hvað eiga popúlistar sameiginlegt með snjallsímum?
    Sif · 05:09

    Hvað eiga po­púl­ist­ar sam­eig­in­legt með snjallsím­um?