Eigin konur #9345:41
„Það bara hrundi allt“
Kristín Sóley Kristinsdóttir, mamma Lilju Bjarklind sem sagði sögu sína í Eigin konum fyrir nokkrum vikum, stígur nú fram í þættinum og talar um ofbeldið sem dóttir hennar varð fyrir og afleiðingar þess. Hún segir að allt hafi hrunið þegar Lilja, þá tólf ára, sagði henni frá því að maður sem stóð til að myndi flytja inn til fjölskyldunnar, hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Kristín Sóley segir mikilvægt að öll fjölskyldan fái viðunandi aðstoð eftir svona áföll því fjölskyldur skemmist þegar börn eru beitt ofbeldi. Hún segir að samfélagið hafi brugðist Lilju og allri fjölskyldunni.
Athugasemdir