Karlmennskan, hlaðvarp

„Mestu per­són­unjósn­ir sem fram hafa far­ið á Ís­landi“ - Alma Óm­ars­dótt­ir

„Ástandsárin“ hefur tíminn verið kallaður í sögubókunum okkar þegar Bretar hernámu Ísland í seinni heimsstyrjöldinni. Færri kannast þó kannski við að íslensk stjórvöld ofsóttu ungar konur, sviptu þær sjálfræði með því að hækka sjálfræðisaldur úr 16 ár í 20 ár til þess að geta dæmt þær í fangelsi fyrir að eiga í samskiptum við hermenn. Landlæknir, forsætisráðherra, Alþingi, lögreglan, fjölmiðlar og almenningur tóku þátt í einum mestu persónunjósnum sem fram hafa farið á Íslandi til þess að ná tökum á þeim „saurlifnaði“ að íslenskar konur sýndu breskum hermönnum áhuga. Tímabil sem aldrei hefur verið gert upp af íslenskum stjórnvöldum. Alma Ómarsdóttir gerði heimildamyndina Stúlkurnar að Kleppjárnsreykjum um þennan tíma, sem vægast sagt er smánarblettur í sögu Íslands. Alma fer yfir hverskonar aðfarir áttu sér stað, hvernig njósnað var um íslenskar stúlkur, þær sendar í fangelsi eða upptökuheimili, smánaðar, útskúfaðar og lokaðar í gluggalausum rýmum svo dögum skipti. Allt með samþykki yfirvalda og stutt af almenningi og fjölmiðlum. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Veganbúðin, The Body Shop, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Persónunjósnirnar voru bara rétt að byrja þarna og hafa aukist í veldum síðan og hafa aldrei verið meiri en nú m.a með aðstoð tækninnar. Stasi bliknar í samanburði við djúprækjur nútímans.Svo kom Geirfinnsmálið og fyrirbærið sem verið var að byggja upp semsagt heimaklettur glæpasamtök Þar sem m.a glæpamenn eru notaðir til að njósna um almenning, starfsmenn verslana og fjöldi annarra ásamt fjölmiðlum og lögreglu og ekki er þetta vegna þess að hinn almenni Íslendingur sé einhver glæpamaður nei því fer víðsfjarri hér eru það yfirvöld með sitt underground battery sem þjónar elítunni glæpsamlega sem eru með óhreina samvisku og óttast mest að sannleikurinn komist upp á yfirborðið
    0
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Emilia Pérez
    Paradísarheimt #20 · 31:41

    Em­ilia Pér­ez

    Sú fagra kemur í heimsókn
    Flækjusagan · 11:45

    Sú fagra kem­ur í heim­sókn

    Söguleg stund í Danmörku
    Eitt og annað · 09:57

    Sögu­leg stund í Dan­mörku

    Dýrlingurinn með hnútasvipuna
    Flækjusagan · 10:55

    Dýr­ling­ur­inn með hnúta­svip­una

    Loka auglýsingu