Karlmennskan, hlaðvarp #9453:58
„Mestu persónunjósnir sem fram hafa farið á Íslandi“ - Alma Ómarsdóttir
„Ástandsárin“ hefur tíminn verið kallaður í sögubókunum okkar þegar Bretar hernámu Ísland í seinni heimsstyrjöldinni. Færri kannast þó kannski við að íslensk stjórvöld ofsóttu ungar konur, sviptu þær sjálfræði með því að hækka sjálfræðisaldur úr 16 ár í 20 ár til þess að geta dæmt þær í fangelsi fyrir að eiga í samskiptum við hermenn. Landlæknir, forsætisráðherra, Alþingi, lögreglan, fjölmiðlar og almenningur tóku þátt í einum mestu persónunjósnum sem fram hafa farið á Íslandi til þess að ná tökum á þeim „saurlifnaði“ að íslenskar konur sýndu breskum hermönnum áhuga. Tímabil sem aldrei hefur verið gert upp af íslenskum stjórnvöldum.
Alma Ómarsdóttir gerði heimildamyndina Stúlkurnar að Kleppjárnsreykjum um þennan tíma, sem vægast sagt er smánarblettur í sögu Íslands. Alma fer yfir hverskonar aðfarir áttu sér stað, hvernig njósnað var um íslenskar stúlkur, þær sendar í fangelsi eða upptökuheimili, smánaðar, útskúfaðar og lokaðar í gluggalausum rýmum svo dögum skipti. Allt með samþykki yfirvalda og stutt af almenningi og fjölmiðlum.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, The Body Shop, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
Athugasemdir (1)