Eigin konur #871:09:00
„Ég er byrjuð að heyra orðið költ oftar og oftar“
Starfsemin sem fer fram hjá Sólsetrinu, andlegum söfnuði á Skrauthólum undir Esjurótum, er barnaverndarmál að mati Tanyu Pollock, viðmælanda í nýjasta þætti Eigin kvenna. Þar sé „nakið fólk út um allt og það er verið að góla og öskra“ segir Tanya sem lýsir því að börn séu þátttakendur í athöfnum þar sem örvandi efna er neitt. Sjálf sat hún undir því sem hún lýsir sem hótunum af hálfu fólks úr söfnuðinum eftir að hafa vakið athygli á, og varað við, viðburði þar sem kanna átti erótík og neyta ofskynjunarsveppa og það sérstaklega tilgreint að börn væru velkomin.
Athugasemdir (1)