Karlmennskan, hlaðvarp #921:41:00
Konur í karlastörfum
Hver er reynsla kvenna af karlastörfum? Í þessum þætti er varpað ljósi á reynslu 13 kvenna sem eiga það sameiginlegt að hafað starfað á vettvangi þar sem karlar eru í meirihluta eða starfsvettvangi sem telst karllægur. Þótt nokkuð fari fyrir átökum og hvatningu til kvenna að sækja í karlastörf þá eiga flestar, ef ekki allar, þessar konur sameiginlegt að hafa einfaldlega áhuga og löngun til að starfa á sínu sviði.
Viðmótið og menningin sem flestar lýsa er þó vægast sagt fjandsamlegt sem litað er af fordómum, öráreiti, kynhyggju, smánun, hlutgervingu með þeim afleiðingum að flestar töldu sig þurfa að sanna sig, harka af sér, aðlaga sig en sumar þeirra hafa brunnið út. Þurft að hætta störfum eða einfaldlega misst allan áhuga eftir reynslu sína.
Þessi þáttur er sérstaklaga fyrir karla sem starfa á karllægum vinnustöðum, stjórnendur þeirra og öll sem hafa áhuga á að uppræta kynhyggju (sexisma) og inngróna karllægni, sem er að finna víða.
Viðmælendur:
2:49 Dagný Lind lagerstarfsmaður
10:15 Guðrún Margrét bílasali
16:50 Þórunn Anna bifvélavirki
23:50 Helga Dögg grafískur hönnuður
29:36 Hólmfríður Rut markaðs- og samskiptafræðingur
35:20 Sara Ísabel einkaflugmannsnám
41:45 Sigga Svala doktor í gagnaverkfræði
46:30 Ingunn verkfræðingur
54:09 Aníta Þula rennismiður
1:00:18 Fjóla Dís bifvélavirki
1:08:36 Helga Rós verslun fyrir iðnaðarmenn
1:23:47 Natalía rafvirkjanemi
1:27:40 Sædís Guðný viðskiptafræðingur í hugbúnaðargeira
1:31:57 Niðurlag
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Dominos, The Body Shop og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
Athugasemdir