Eigin konur #841:26:00
Orð þín eru ofbeldi þegar þau stangast á við réttindi og velferð fólks
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir segir að umræða um trans sé enn mjög erfið í Bretlandi en hún vinnur sem greinahöfundur fyrir fréttamiðilinn MetroUK. „Í Bretlandi þarft þú bara að undirbúa þig undir að það verði sett mjög transfóbísk manneskja á móti þér og þið þurfið að rífast í beinni útsendingu,” segir Ugla en hún kom sjálf úr skápnum sem trans árið 2010 og flutti til Bretlands sex árum síðar.
Ugla segir að bresk fjölmiðlamenning sé afar ofbeldisfull. Hún ræðir um ábyrgð fjölmiðla í þættinum Eigin Konur og veltir upp spurningunni hvenær umræða er tengd málfrelsi og hvenær hún er hreint og klárt ofbeldi. „Þegar þú ert farin að grafa undan réttindabaráttu minnihlutahópa, þá ert þú ekki lengur í neinu málfrelsi,“ segir hún í þættinum. Hún segir að hatursfull umræða sé farin að láta á sér kræla á Íslandi og að fólk gleypi auðveldlega við áróðri. Hún nefnir sérstaklega umræðuna um íþróttir og kynjuð rými sem hefur verið áberandi og þá sérstaklega varðandi transkonur í íþróttum. „Það er eins og það sé engin gagnrýnin hugsun eins og í tengslum við íþróttamál, að transkonur séu með einhverja yfirburði og það sé bara verið að skemma kvennaíþróttir,“ segir Ugla í þættinum.
Athugasemdir