Eigin konur
Eigin konur #831:12:00

„Móð­ir mín glím­ir við narsis­íska per­sónu­leikarösk­un“

„Ég hef ekki upplifað venjulegt líf án ofbeldis í svo langan tíma, maður verður bara alveg dofin og ég hætti alveg að treysta fólki,“ segir ung kona í nýjasta þættinum af Eigin Konur. Hún lýsir þar ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu foreldra sinna. Hún segir mikið ofbeldi hafa verið á heimilinu sem hafi farið versnandi eftir að mamma hennar og pabbi skildu. Hún lýsir því meðal annars hvaða áhrif ofbeldið, sem hafi verið líkamlegt- og andlegt, hafi haft á skólagöngu hennar. „Þriðja árið mitt í MR var ofbeldið verst sem endaði með því að ég hætti í skólanum og bróðir minn fór í neyslu,“ segir hún og bætir við að á þessum tíma hafi hana ekki langað að lifa lengur. ,,Hún fann alltaf ástæðu til að öskra á mig og refsa mér. Hún faldi dótið mitt til þess að geta sakað mig um að hafa týnt því og reiðast mér þannig,“ segir hún og bætir við að hún hafi farið að efast um eigin dómgreind og hugsanir. Móðir hennar hafi hótað að henda henni út ef hún hlýddi ekki og einangrað hana frá vinum sínum. Hún segir lögregluna hafa haft afskipti af heimilinu og margar tilkynningar hafi verið sendar til barnaverndar og furðar sig á því af hverju enginn gerði neitt til að hjálpa þeim. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
· Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Edda Falak

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Tími jaðranna er ekki núna
    Formannaviðtöl #7 · 41:36

    Tími jaðr­anna er ekki núna

    Þegar Ventidíus hefði getað sigrað heiminn
    Flækjusagan · 15:22

    Þeg­ar Ventidíus hefði getað sigr­að heim­inn

    Níu þúsund milljarðar í flóðavarnir
    Eitt og annað · 06:49

    Níu þús­und millj­arð­ar í flóða­varn­ir

    Að lifa með sjálfum sér
    Sif #38 · 06:33

    Að lifa með sjálf­um sér