Eigin konur #761:03:00
Var seld í mansal til Frakklands
Aðeins 19 ára gömul var Brá Guðmundsdóttir, aðstoðarforstöðumaður í Laugardalslaug, seld í mansal til Frakklands. Brá kynnist manni í Þýskalandi sem býður henni starf sem aupair í Frakklandi. Þegar maðurinn sækir hana á flugvöllinn áttar Brá sig fljótlega á því að maðurinn er ekki franskur og ekki með starf fyrir hana sem aupair. Hún var læst inni í marga daga þar sem gerðir voru ógeðslegir hlutir við hana og segir hún þann tíma vera í mikilli móðu. Brá er síðan seld áfram í annað húsnæði þar sem hún er misnotuð. Brá segir að hún hafi upplifað mikla skömm á þessum tíma, enda hafi hún ekki þorað að segja foreldrum sínum frá þessu strax. Brá opnar sig um ótrúlega sögu og talar einnig um afleiðingar sem hún er að glíma við í dag.
Athugasemdir (3)