Karlmennskan, hlaðvarp #851:02:00
„Mín kynslóð er markalausa kynslóðin“ - Bubbi Morthens
Bubbi Morthens hefur sannarlega sveiflast með tíðaranda okkar samfélags fram og aftur, verið gagnrýndur fyrir tækifærismennsku og fyrir að sýna af sér karlrembu en er einn af fáum sem þó gengst oft við því þegar hann ruglast, sem myndi teljast gott fordæmi um jákvæða karlmennsku. Bubbi segist þó upplifa sig oft sem utangátta, utanvelta og steingert tröll enda alinn upp, að eigin sögn, í eitraðri karlmennsku og kvennakúgun. Við förum yfir sjálfsvinnuna, kynferðisofbeldið sem Bubbi varð fyrir 14 ára gamall, afleiðingar þess, úrvinnslu og leiðina til sáttar. Tölum um klám og hvernig Bubba tókst að afklámvæða sig, tölum um kynlíf og nánd, karlmennsku og hvað þurfi til svo að karlar axli ábyrgð á hegðun sinni og viðhorfum að mati Bubba.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
[Þáttur tekinn upp 25. mars 2022.]
Veganbúðin, The Body Shop, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á hlaðvarpið Karlmennskan.
Athugasemdir