Eigin konur #711:55:00
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
Athugasemdir (5)