Karlmennskan, hlaðvarp #8040:19
Jákvæð karlmennska: Sjálfsvígshugsanir - Tómas Kristjánsson sálfræðingur
Tómas Kristjánsson sálfræðingur útskýrir þunglyndi, sjálfsvígshugsanir og leiðir til að vinna úr erfiðum tilfinningum. Ef þú finnur þig vonlausan er vert að leita sér aðstoðar t.d. í símanumerinu 1717 og 1717.is sem er opið allan sólahringinn, hjá Píeta samtökunum, Berginu (fyrir ungt fólk til 25 ára), hjá sálfræðingum víða um land en mikilvægast er að segja einhverjum sem þú treystir að þér líði illa. „Stundum segist fólk vera þunglynt en er í raun að vísa til depurðar. En þunglyndi er röskun, vissulega er depurð og leiði einkennandi í þeirri röskun. Þunglyndi snýst um miklu meira og hefur áhrif á hegðun, líkamleg einkenni og er sambland af vítahringjum sem halda okkur föstum.“
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Átakið jákvæð karlmennska er fjármagnað af VÍS, BSRB, Íslandsbanka, forsætisráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu.
Athugasemdir