Karlmennskan, hlaðvarp

Já­kvæð karl­mennska: Sjálfs­vígs­hugs­an­ir - Tóm­as Kristjáns­son sál­fræð­ing­ur

Tómas Kristjánsson sálfræðingur útskýrir þunglyndi, sjálfsvígshugsanir og leiðir til að vinna úr erfiðum tilfinningum. Ef þú finnur þig vonlausan er vert að leita sér aðstoðar t.d. í símanumerinu 1717 og 1717.is sem er opið allan sólahringinn, hjá Píeta samtökunum, Berginu (fyrir ungt fólk til 25 ára), hjá sálfræðingum víða um land en mikilvægast er að segja einhverjum sem þú treystir að þér líði illa. „Stundum segist fólk vera þunglynt en er í raun að vísa til depurðar. En þunglyndi er röskun, vissulega er depurð og leiði einkennandi í þeirri röskun. Þunglyndi snýst um miklu meira og hefur áhrif á hegðun, líkamleg einkenni og er sambland af vítahringjum sem halda okkur föstum.“ Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Átakið jákvæð karlmennska er fjármagnað af VÍS, BSRB, Íslandsbanka, forsætisráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    „Það var enga vernd að fá“
    Fólk48:19

    „Það var enga vernd að fá“

    BeintInnlent

    Af­mæl­is­fund­ur Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins

    Alþýðutónlist og Vaka - þjóðlistahátið
    Þjóðhættir #66 · 48:08

    Al­þýðu­tónlist og Vaka - þjóðlista­há­tið

    Hver hefðir þú verið í Þriðja ríki Hitlers?
    Sif · 05:14

    Hver hefð­ir þú ver­ið í Þriðja ríki Hitlers?