Á vettvangi í Úkraínu

Þjálfa sjálf­boða­liða fyr­ir skot­b­ar­daga inn­an­húss

Á æfingastöð úkraínska hersins á ótilgreindum stað fá sjálfboðaliðar þjálfun í vopnaburði og bardögum sem fara fram innandyra. Hvellsprengjur eru notaðar við æfingarnar til að líkja eftir stríðsástandi.
· Umsjón: Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson

Við erum stödd hérna á æfingasvæði úkraínska hersins fyrir sjálfboðaliða sem eru að bjóða sig fram. Við megum ekki gefa upp staðsetningu á þessum stað. En æfingin er að byrja en það er sem sagt verið að þjálfa sjálfboðaliða í að nota vopn sem þau hafa flest ekki notað.

Við erum að sjá bæði karlmenn og konur á staðnum. Þeir taka þetta mjög alvarlega. Það er verið að þjálfa þau í rauninni að berjast í byggingum. Enda eru flestir Úkraínumenn sem við höfum talað við sem segja að þar verði alvöru bardagarnir og baráttan mun vera háð á götum þessarar borgar. Eins og þið heyrið kannski þá eru svona fyrstu skotin komin af stað.

Það er ekki verið að nota að sjálfsögðu venjuleg skotfæri en þeir kasta reglulega hvellsprengjum til þess að kalla fram smá svona raunveruleika hjá þessu fólki. Flestir þeirra sem við höfum rætt við og eru hérna eru að vinna í tölvuiðnaði. Hvort sem það eru forritarar eða einhverskonar verkefna- eða sölustjórar í tölvuiðnaði og fleira. En við skulum fylgjast aðeins með æfingunni og sjá hvernig gengur.

Þetta eru að sjálfsögðu bara stríðsleikir en þau vita að þessi þjálfun muni líklega þurfa að koma að notum. Það er þá í raun og veru þjálfun sem getur verið munur á lífi eða dauða.

Já, eins og þið heyrið, þá nota þeir smá til að hræða fólk.

Hér er sérstaklega verið að þjálfa þau í að berjast í húsum og taka hæð fyrir hæð. Ef að þessi þjálfun þarf að vera notuð þá er augljóst að þetta verður mjög blóðugt.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma“
    Móðursýkiskastið #4 · 31:40

    „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma“

    „Bullshit“ jól
    Sif · 05:42

    „Bulls­hit“ jól

    Valkyrjur Stefáns Ingvars
    Tuð blessi Ísland #8 · 1:03:00

    Val­kyrj­ur Stef­áns Ingvars

    Á vettvangi einmanaleikans
    Á vettvangi: Einmanaleiki · 1:06:00

    Á vett­vangi ein­mana­leik­ans