Karlmennskan, hlaðvarp

„Þú lít­ur ekki út fyr­ir að vera hommi“ - Jafet Sig­finns­son

Jafet Sigfinnsson hefur heldur betur fengið að finna fyrir lífinu og upplifað röð áfalla sem hann hefur deilt með fylgjendum sínum á Twitter. Þar hefur hann sagt frá því þegar hann var staddur á æskuheimili sínu á Seyðisfirði þegar hann lenti í miðri aurskriðu, þeirri stærstu sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi. Jafet hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi og stafrænu einelti þegar trúnaðarsamtali var dreift um allan menntaskólann sem hann var í og hefur Jafet tjáð sig um þetta á einlægan hátt á Twitter. Þetta er eitt magnaðasta viðtal sem ég hef tekið því Jafet er svo einlægur, opinn og kemur vel frá sér hverskonar áhrif það hefur að upplifa endurtekin áföll. Í ofanálag varpar Jafet svo sterku ljósi á áhrif staðalmynda, gagnkynhneigðarhyggju, fordóma og rótgróinna karlmennskuhugmynda. Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar, The Body Shop, Dominos og bakhjarla Karlmennskunnar. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson / Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Njósnarinn á Hotel Klomser: Mesti njósnari 20. aldar?
    Flækjusagan · 15:10

    Njósn­ar­inn á Hotel Klomser: Mesti njósn­ari 20. ald­ar?

    Hafa sofið á viðbúnaðarverðinum
    Eitt og annað · 06:48

    Hafa sof­ið á við­bún­að­ar­verð­in­um

    Að loknu fordæmingarfylliríi
    Sif · 05:15

    Að loknu for­dæm­ing­ar­fylli­ríi

    Stórveldi Atatürks
    Flækjusagan · 15:09

    Stór­veldi Atatürks