Karlmennskan, hlaðvarp

„Alltaf ein­hver sem borg­ar fyr­ir frétt­irn­ar þín­ar“ - Ingi­björg Dögg og Jón Trausti stofn­end­ur Stund­ar­inn­ar

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson hafa áratuga reynslu af blaðamennsku og eru stofnendur Stundarinnar. En Stundin var stofnuð árið 2015 af fyrrum fjölmiðlafólki hjá DV eftir „fjandsamlega yfirtöku á miðlinum vegna umfjallana“ eins og stendur á vef stundarinnar. Fjölmiðlar, blaðamenn og ritstjórar fá reglulega yfir sig harða gagnrýni, ýmist frá valdafólki sem mislíkar umfjöllun þeirra eða frá valdalitlu fólki sem mislíkar skort á umfjöllun um tiltekin málefni. Þessa gagnrýni þekkja stofnendur Stundarinnar vel, enda hafa þau þurft að þola lögbann á umfjöllun sína og þurft reglulega að standa fyrir máli sínu fyrir dómstólum. Markmið þessa þáttar er að öðlast innsýn í reynslu og störf stofnenda Stundarinnar, velta upp fyrirbærinu hlutleysi í fréttaumfjöllunum og valdi eða valdleysi fjölmiðla og blaðamanna.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Njósnarinn á Hotel Klomser: Mesti njósnari 20. aldar?
    Flækjusagan · 15:10

    Njósn­ar­inn á Hotel Klomser: Mesti njósn­ari 20. ald­ar?

    Hafa sofið á viðbúnaðarverðinum
    Eitt og annað · 06:48

    Hafa sof­ið á við­bún­að­ar­verð­in­um

    Að loknu fordæmingarfylliríi
    Sif · 05:15

    Að loknu for­dæm­ing­ar­fylli­ríi

    Stórveldi Atatürks
    Flækjusagan · 15:09

    Stór­veldi Atatürks