Karlmennskan, hlaðvarp

„Menn eru hrædd­ir við að kon­ur taki vald­ið þeirra frá þeim“ - Reykja­vík­ur­dæt­ur (Steiney og Salka)

Reykjavíkurdætur urðu til upp úr rappkonukvöldum fyrir tæpum áratug, fyrst sem samkurl allskonar kvenna en síðar sem hljómsveit með ákveðnum fjölda og tilteknum einstaklingum. Þær mættu mikilli mótspyrnu til að byrja með, en yfirstigu andspyrnuna og hafa meikað það erlendis undir nafninu Daughters of Reykjavik. Þótt flestir Íslendingar hafi heyrt um hljómsveitina Reykjavíkurdætur hafa mun færri séð þær á tónleikum eða hlustað á plöturnar þeirra - eins og þær sjálfar hafa bent á. Er það vegna þess að þær eru konur, róttækar óþægilegar femínískar konur eða er músíkin ekki samboðin íslenskri menningu? Steiney Skúladóttir og Salka Valsdóttir úr Reykjavíkurdætrum fara í gegnum grýttan feril hljómsveitarinnar á Íslandi, upphafið sem markaði þær djúpt og er í raun helsta ástæða þess að þær hafa einbeitt sér að erlendum markaði. Við ræðum upphafið, músíkina, förum inn í karllægni og karlasamstöðuna í tónlistarsenunni, feðraveldi og femínisma, ræðum um kynferðisofbeldi, Twitter og framtíðina í músíkinni. Umsjón og eftirvinnsla: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental) Dominos, Veganbúðin, The Body Shop og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á hlaðvarpið Karlmennskan.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Kvöldvakt á bráðamóttökunni
Á vettvangi: Bráðamóttakan #1 · 1:02:00

Kvöld­vakt á bráða­mót­tök­unni

Milljarðaarður með matarkörfunni í hnotskurn
Skýrt #5 · 01:51

Millj­arða­arð­ur með mat­ar­körf­unni í hnot­skurn

Á vettvangi: Bráðamóttakan - Sýnishorn
Á vettvangi: Bráðamóttakan · 02:20

Á vett­vangi: Bráða­mót­tak­an - Sýn­is­horn

Forskot á þingsætaspá: Hverjir eru líklegir á þing?
Pod blessi Ísland #5 · 56:47

For­skot á þing­sæta­spá: Hverj­ir eru lík­leg­ir á þing?