Karlmennskan, hlaðvarp #6234:18
„Gerendur fá afslátt, en hvað fá þolendur?“ - Ólöf Tara Harðardóttir og Fjóla Heiðdal baráttukonur gegn kynbundnu ofbeldi
Við höldum áfram að rýna í umræðuna um ofbeldi, orðræðuna, sjónarhornið og hverjir fá pláss í fjölmiðlum. Undir hvaða sjónarmið er kynt og hvaða áhrif hefur einhliða umfjöllun um ofbeldi sem málar hóp þolenda sem gerendur á umræðuna? Ítrekað fáum við að heyra skilaboð um að þolendur og baráttufólk gegn ofbeldi þurfi að vanda sig, berjast á ábyrgan hátt og með rökfestu. Þetta fáum við að heyra frá almenningi og misjöfnum sérfræðingum sem telja sig vera á móti ofbeldi og vilja uppræta það. En hvert er fókusnum beint? Hvaða sjónarmið eru tekin til greina? Hvernig er hægt að efast um gerendameðvirkni eða tilvist feðraveldisins? Af hverju trúum við ekki þolendum? Hvernig getur baráttufólk fyrir réttlátu samfélagi orðið megin skotspónn gagnrýni? Þetta eru spurningar sem við veltum fyrir okkur í þættinum sem snýr að því að greina samfélagsumræðuna út frá sjónarhorni baráttukvennana Ólafar Töru Harðardóttur og Fjólu Heiðdal þolanda ofbeldis og aðstandanda þolanda.
Eftirvinnsla: Unnur Gísladóttir
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental)
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).
Athugasemdir