Karlmennskan, hlaðvarp #5235:50
„Það er ekkert gott að geta verið drulluhali“ - Kött Grá Pjé (Atli Sigþórsson)
„Það er ekkert gott að geta verið drulluhali í einrúmi með vinum þínum“ segir Atli Sigþórsson sem er þekktari undir listamannsnafninu Kött Grá Pjé. Atli segist hafa verið bældur maður og Kött Grá Pjé hafi verið alteregó sem hafi hjálpað honum að takast á við sviðsskrekkinn. Alteregóið hafi þó verið heiðarleg gríma því í gegnum hana hafi hluti af Atla komist fram og Kött Grá Pjé orðið að sönnum Atla, eða öfugt.
Við ræðum um tilfinningar, kvíða og þunglyndi sem Atli hefur talað opinskátt um. Við tölum um pólitík, prinsipp og málamiðlanir. Ræðum róttækan femínisma, feðraveldi, karlmennsku og naglalakk.
Intro: Futuregrapher
Outro: Jói P. og Króli - ON (instrumental)
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Veganbúðarinnar og bakhjarla karlmennskunnar, en þú getur stuðlað að frekari hlaðavarpsþáttagerð og efnissköpun á samfélagsmiðlum með því að gerast mánaðarlegur styrktaraðili á karlmennskan.is/styrkja.
Athugasemdir