Bíóblaður #26
Keilubíó með Hafþóri Harðar
Hafþór Harðarson, fjórfaldur Íslandsmeistari í keilu, kom til Hafsteins og þeir ræddu keilumyndirnar, Kingpin og The Big Lebowski. Þeir spjalla um þessar tvær myndir en þeir ræða líka margt, margt fleira. Í þættinum ræða þeir meðal annars hversu skemmtilegur leikari Tom Hanks er, hvernig fólk virðist ekki taka keilu alvarlega, hvað einkennir góðan keilara, hversu fyndinn Bill Murray er í Kingpin, hvort Friends séu betri þættir en Seinfeld og hvort Svíar séu með lélegan kvikmyndasmekk.
Athugasemdir