Karlmennskan #309:29
Feður og jafnrétti
Ísland mælist með mesta jafnrétti í heiminum, samkvæmt alþjóðlegum samanburði World Economic Forum, þrátt fyrir að hér ríki íhaldssöm viðhorf, meðal annars gagnvart foreldrahlutverkinu, sem hindra jafnrétti. Í þessum þætti er leitast svara við því hvernig foreldrahlutverkið er fyrirstaða jafnréttis og hver ábyrgð karla er í því samhengi? Viðmælendur eru Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir kynjafræðingur og doktorsnemi við menntavísindasvið Háskóla Íslands, Sunna Símonardóttir aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands og Magnús Már Guðmundsson framkvæmdastjóri BSRB.
Athugasemdir