Bíóblaður

Mar­vel með Sunn­evu Ein­ars

Sunneva Einars kom til Hafsteins og þau ræddu Marvel ofurhetjumyndir. Hafsteinn bjó til 10 Marvel spurningar handa Sunnevu og hún svarar þeim í þættinum. Þau fara saman yfir svörin hennar og ræða meðal annars hversu fyndin Thor: Ragnarok er, hvernig Sunneva heldur oft með vondu köllunum, nördalegasta hlut sem Sunneva hefur keypt, hvaða ofurkraft væri best að vera með og hvort það hefði verið gaman að berjast með Captain America í seinni heimsstyrjöldinni.
· Umsjón: Hafsteinn Sæmundsson

Sunneva Einars er einn vinsælasti áhrifavaldur Íslands en þó hún sé einna helst þekkt fyrir sínar flottu Instagram myndir, þá á hún sér aðra hlið. Það sem fáir vita er að hún er ekki bara mikill ofurhetjuaðdáandi heldur er hún alvöru nörd. Þekkir meðal annars vel Marvel, DC, Dr. Who, Harry Potter, Star Wars og Star Trek.

Hafsteinn var því spenntur að fá hana sem gest til sín og Sunneva olli ekki vonbrigðum með nördaþekkingunni sinni. Hún svaraði tíu Marvel spurningum sem Hafsteinn samdi. Þar á meðal þurfti hún að segja hver væri hennar uppáhalds Marvel mynd, hver væri hennar uppáhalds Marvel ofurhetja, hvort hún hefði verið til í að berjast með Captain America í seinni heimsstyrjöldinni og hvaða Marvel vopn hún væri mest til í að eiga.

Þau ræða einnig hversu nördalegt herbergið hennar var þegar hún var unglingur, hvernig geislasverð Sunneva væri mest til í að eiga, hversu mikinn áhuga hún hefur á norrænni goðafræði og hundinn hennar, Bruce Wayne.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tuð blessi kappræður í Tjarnarbíó!
Tuð blessi Ísland #6 · 1:04:00

Tuð blessi kapp­ræð­ur í Tjarn­ar­bíó!

Kappræður í Tjarnarbíó
Pressa · 1:29:00

Kapp­ræð­ur í Tjarn­ar­bíó

Flökkusögur og orðrómur um flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi
Þjóðhættir #57 · 26:43

Flökku­sög­ur og orð­róm­ur um flótta­fólk og um­sækj­end­ur um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi

„Ég er að leggja allt undir“
Formannaviðtöl #6 · 1:11:00

„Ég er að leggja allt und­ir“