Sölvi Tryggva er vinsælasti podcast stjórnandi landsins þessa dagana. Þrátt fyrir að hann sé aðallega podcast stjórnandi, þá gaf hann sér tíma og mætti sem gestur til Hafsteins og tók þar þátt í kvikmyndaáskorun.
Hafsteinn samdi sérstaklega 10 bíómyndaspurningar fyrir Sölva og strákarnir fara saman yfir svörin í þættinum.
Spurningarnar eru fjölbreyttar en þær snúast meðal annars um hvaða mynd hefur hrætt Sölva, hvaða kvikmyndapersónu hann myndi vilja eyða heilum degi með, hvaða kvikmynd lýsir best hans kvikmyndasmekk, hvaða bíómynd hann myndi alls ekki vilja horfa á í flugvél og hvaða bíómynd hann fílar sem er byggð á bók.
Strákarnir ræða þetta allt saman en auk þess spjalla þeir um hversu klikkaður rétttrúnaðurinn er orðinn, hversu flottur leikstjóri Stanley Kubrick var, hversu mikið Sölvi heldur að Vito Corleone gæti kennt honum, hversu hratt podcastið hans Sölva hefur stækkað, hvaða erlenda gesti Sölvi væri mest til í að fá í podcastið sitt og hvernig hann labbaði út í hléi á mynd sem Tom Hardy lék í.
Athugasemdir