Þjóðhættir
Þjóðhættir #7039:36

Á slóð­um þjóðlaga­tón­list­ar, þjóð­dansa og þjóð­ern­is

Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Sigurlaug Dagsdóttir, kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
· Umsjón: Dag­rún Ósk Jóns­dóttir, Sigurlaug Dagsdóttir

Í þessum þætti af Þjóðháttum verður fjallað um merkingu þjóðdansa og þjóðlagatónlistar til dæmis með tilliti til sköpunar þjóðernis og hugmyndum um alþýðuhefðir. Gestur þáttarins er Atli Freyr Hjaltason, þjóðfræðingur en hann hefur nýlega staðið að útgáfu nótnaheftis með danslögum sem Jónas Helgason, sem stofnaði fyrsta söngfélagið á Íslandi, skráði niður á 19. öld. Að útgáfunni komu fleiri sem hafa brennandi áhuga á alþýðutónlist fyrri alda en Atli segir okkur hvers vegna þetta handrit sem hann rakst á fyrir tilviljum á Landsbókasafni vakti athygli hans.

Atli segir okkur einnig frá því hvers vegna hann fetaði á slóðir þjóðfræðinnar og hvers vegna þjóðdansar og seinna gömlu dansarnir urðu áhugasvið hans innan þjóðfræðinnar. Atli hefur undanfarin ár verið að rannsaka „gömlu dansana“ og um leið safnað afar áhugaverðum heimildum um dansmenningu á Íslandi.

Hægt er að fylgjast með verkefninu hér: https://www.facebook.com/danslogjonasar

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Eitt þekktasta skip í sögu Danmerkur
    Eitt og annað · 12:12

    Eitt þekkt­asta skip í sögu Dan­merk­ur

    Það sem enginn segir á dánarbeði
    Sif · 04:02

    Það sem eng­inn seg­ir á dán­ar­beði

    Reðursafnið, gestabækur og torfbæir
    Þjóðhættir #69 · 48:49

    Reð­ursafn­ið, gesta­bæk­ur og torf­bæ­ir

    Að setja plástur á sárið firrir okkur ekki ábyrgð
    Sif · 04:01

    Að setja plást­ur á sár­ið firr­ir okk­ur ekki ábyrgð