Í þessum þætti af Þjóðháttum verður fjallað um merkingu þjóðdansa og þjóðlagatónlistar til dæmis með tilliti til sköpunar þjóðernis og hugmyndum um alþýðuhefðir. Gestur þáttarins er Atli Freyr Hjaltason, þjóðfræðingur en hann hefur nýlega staðið að útgáfu nótnaheftis með danslögum sem Jónas Helgason, sem stofnaði fyrsta söngfélagið á Íslandi, skráði niður á 19. öld. Að útgáfunni komu fleiri sem hafa brennandi áhuga á alþýðutónlist fyrri alda en Atli segir okkur hvers vegna þetta handrit sem hann rakst á fyrir tilviljum á Landsbókasafni vakti athygli hans.
Atli segir okkur einnig frá því hvers vegna hann fetaði á slóðir þjóðfræðinnar og hvers vegna þjóðdansar og seinna gömlu dansarnir urðu áhugasvið hans innan þjóðfræðinnar. Atli hefur undanfarin ár verið að rannsaka „gömlu dansana“ og um leið safnað afar áhugaverðum heimildum um dansmenningu á Íslandi.
Hægt er að fylgjast með verkefninu hér: https://www.facebook.com/danslogjonasar







Athugasemdir