Samtal við samfélagið

Ein af þess­um sög­um

Ýmsir þættir hafa áhrif á hvar við ákveðum að búa til lengdar og hversu vel okkur líður í heimahögunum. Nýleg rannsókn sýnir til að mynda að einstaklingar sem búsettir eru í fáumennum byggðarlögum hérlendis og upplifa slúður um sitt ástarlíf eru tvöfalt líklegri til þess að ætla að flytjast búferlum en aðrir sem ekki upplifa slíkt. Til að færa okkur í allan sannleika um áhrif slúðurs á búsetu og búsetuánægju og margt fleira er í þessum þætti rætt við Dr. Grétu Bergrúnu Jóhannesdóttur sérfræðing við Rannsóknasetur byggða- og sveitarstjórnarmála við Háskólann á Bifröst. Gréta lauk doktorsgráðu í félagsfræði frá Háskólanum á Akureyri á síðasta ári en titill ritgerðarinnar er „Ein af þessum sögum: Félagslegt taumhald, fólksflutningar og slúður: ungar konur í litlum byggðarlögum á Íslandi.“ Guðmundur Oddsson prófessor í félagsfræði við HA ræddi við Grétu en í spjalli þeirra kennir ýmissa grasa.
· Umsjón: David Reimer, Guðmundur Ævar Oddsson, Sigrún Ólafsdóttir

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Hvað eiga popúlistar sameiginlegt með snjallsímum?
    Sif · 05:09

    Hvað eiga po­púl­ist­ar sam­eig­in­legt með snjallsím­um?

    Óvissan um flaggskipið
    Eitt og annað · 10:08

    Óviss­an um flagg­skip­ið

    Lækkandi fæðingartíðni og gegndarlaus foreldrafordæming sófasérfræðinga
    Sif · 07:32

    Lækk­andi fæð­ing­ar­tíðni og gegnd­ar­laus for­eldra­for­dæm­ing sófa­sér­fræð­inga

    Titringur í kálgörðunum
    Eitt og annað · 09:00

    Titr­ing­ur í kál­görð­un­um