Samtal við samfélagið

Vænt­ing­ar barna af er­lend­um upp­runa til mennt­un­ar

Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Evu Dögg Sigurðardóttur en hún tók nýlega við stöðu lektors í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Eva lauk doktorsnámi í félagsfræði frá Kent háskólanum í Bretlandi árið 2021. Í doktorsritgerð sinni einbeitti hún sér að væntingum erlendra nemenda á Íslandi til framtíðarinnar. Þær Sigrún ræða um doktorsnámið hennar, helstu niðurstöðurnar úr ritgerðinni með áherslu á stöðu erlendra nemenda í íslenska menntakerfinu.
· Umsjón: David Reimer, Guðmundur Ævar Oddsson, Sigrún Ólafsdóttir

Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Evu Dögg Sigurðardóttur en hún tók nýlega við stöðu lektors í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Eva lauk doktorsnámi í félagsfræði frá Kent háskólanum í Bretlandi árið 2021. Í doktorsritgerð sinni einbeitti hún sér að væntingum erlendra nemenda á Íslandi til framtíðarinnar. Þær Sigrún ræða um doktorsnámið hennar, helstu niðurstöðurnar úr ritgerðinni með áherslu á stöðu erlendra nemenda í íslenska menntakerfinu.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Þessi doktorsritgerð Evu Daggar er með mikilvægan boðskap um mikilvægi þess að efla til muna stuðning við börn af erlendum uppruna. Sumt í viðtalinu er átakanlegt, t.d. hvernig börn fátækra erlendra foreldra hrökklast nánast óhjákvæmilega úr námi í framhaldsskóla til að fara að vinna, til að geta stutt foreldrana fjárhagslega, sem varla geta dregið fram lífið sökum fátæktar.
    1
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Kuggurinn: Á meðal merkustu fornleifa sem fundist hafa í Danmörku
    Eitt og annað · 08:33

    Kugg­ur­inn: Á með­al merk­ustu forn­leifa sem fund­ist hafa í Dan­mörku

    Hvernig getur þú gert 2026 að árinu þínu?
    Sif · 03:48

    Hvernig get­ur þú gert 2026 að ár­inu þínu?

    Jólaskammturinn, laufabrauð og mandarínuát
    Þjóðhættir #73 · 42:55

    Jóla­skammt­ur­inn, laufa­brauð og manda­rínu­át

    Færa sig sífellt upp á skaftið
    Eitt og annað · 07:07

    Færa sig sí­fellt upp á skaft­ið