Þjóðhættir
Þjóðhættir #6442:11

Draum­ar, huldu­fólk og rökkrin: Þjóð­sagn­ir ís­lenskra kvenna

Gestur þáttarins er Júlíana Þóra Magnúsdóttir doktor í þjóðfræði, en doktors rannsókn Júlíönu bar yfirskriftina „Með eigin röddum: Sagnahefðir íslenskra kvenna undir lok nítjándu aldar og í byrjun tuttugustu aldar“. Í þættinum segir Júlíana frá rannsókn sinni, en hún greindi sagnir 200 kvenna, sem varðveittar eru í hljóðritasafni Árnastofnunnar. Þetta eru sagnir sem Hallfreður Örn Eiríksson safnaði þegar hann ferðaðist um landið. Hann safnaði þó ekki bara sögnunum heldur líka mikilvægum upplýsingum um samhengi þeirra, sem Júlíana greindi í rannsóknum sínum.
· Umsjón: Dag­rún Ósk Jóns­dóttir, Sigurlaug Dagsdóttir

Í þættinum segir Júlíana frá rannsókn sinni, en hún greindi sagnir 200 kvenna, sem varðveittar eru í hljóðritasafni Árnastofnunnar. Þetta eru sagnir sem Hallfreður Örn Eiríksson safnaði þegar hann ferðaðist um landið. Hann safnaði þó ekki bara sögnunum heldur líka mikilvægum upplýsingum um samhengi þeirra, sem Júlíana greindi í rannsóknum sínum.

Niðurstöður Júlíönu benda til þess að konur segi allar gerðir sagna, en þó má sjá mun á sagnasjóðum karla og kvenna. Konur segja til að mynda frekar reynslusagnir, huldufólkssagnir og draumsagnir. Þá kemur Júlíana líka inná rými sagnanna, hvar þær gerast og hvað sagnir kvenna geta sagt um stöðu þeirra í samfélaginu.

Í rannsóknum sínum beinir Júlíana líka sjónum sínum að sagnaskemmtunum og hefur fjallað sérstaklega um rökkrin, sem voru skemmtanir sem fóru fram á undan kvöldvökunni í sveitasamfélaginu. Þá sögðu konur börnum og öðrum sem ekki hvíldu sig sögur í myrkrinu. Þá hefur Júlíana einnig skoðað hreyfanleika kvenna og þeirra hlut í útbreiðslu sagna og kemst að þeirri niðurstöðu að margar konur fluttu ört milli byggðalaga, þá segir Júlíana frá því hvaða áhrif þetta hefur á sagnasjóði kvennanna.

Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, kennari í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstýra vefsins Lifandi hefðir hjá Þjóðminjasafni Íslands.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Ójöfnuður í menntun: Framtíðarsýn og áskoranir innflytjenda í atvinnumálum
    Samtal við samfélagið #10 · 53:40

    Ójöfn­uð­ur í mennt­un: Fram­tíð­ar­sýn og áskor­an­ir inn­flytj­enda í at­vinnu­mál­um

    Friðarviðræður í Tyrklandi
    Úkraínuskýrslan #28 · 10:47

    Frið­ar­við­ræð­ur í Tyrklandi

    Hvað kostar sál margar kokteilsósur?
    Sif · 06:10

    Hvað kost­ar sál marg­ar kokteilsós­ur?

    Reham Khaled
    Raddir Gaza #1 · 10:50

    Reham Khaled