Á vettvangi

Hver mín­úta mik­il­væg

Í neyðartilvikum getur hver mínúta skilið á milli lífs og dauða - sérstaklega þegar um hjartastopp er að ræða. Þegar hjartahnoð hefst strax aukast lífslíkur sjúklingsins verulega. Þrátt fyrir þetta treysta sumir sér ekki til að veita aðstoð á vettvangi á meðan sjúkrabíll er á leiðinni á vettvang. Í seinni hluta þáttarins ræðum við mikilvægi þess að kunna fyrstu hjálp og hvernig rétt viðbrögð allra á vettvangi geta bjargað mannslífum. Við höldum áfram ferð okkar um bráðamóttökuna og kynnumst fjölbreyttum verkefnum starfsfólksins.Við heyrum sögu fjölskyldu sem starfar saman á bráðamóttökunni og hjónum sem starfa bæði sem þyrlulæknar. Við fylgjumst með þyrlunni lenda með fárveikan sjúkling við bráðamóttökuna og þegar sjúklingur með blóðtappa þarf tafarlausa aðstoð. Í fjóra mánuði hefur Jóhannes Kr. Kristjánsson verið á vettvangi bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Í þáttaröðinni Á vettvangi sem unnin er fyrir Heimildina veitir hann einstaka innsýn í starfsemi bráðamóttökunnar, þar sem líf og heilsa einstaklinga er undir.
· Umsjón: Jóhannes Kr. Kristjánsson

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Hulduverur, safnastarf og köldu ljósin Hafnafirði
    Þjóðhættir #62 · 28:02

    Huldu­ver­ur, safn­astarf og köldu ljós­in Hafna­firði

    Söguskýring auglýsingastofu
    Sif · 05:55

    Sögu­skýr­ing aug­lýs­inga­stofu

    Lundar, geirfuglar og sjálfsmynd þjóðar
    Þjóðhættir #61 · 23:47

    Lund­ar, geir­fugl­ar og sjálfs­mynd þjóð­ar

    „Óskar! Vaknaðu, það er risastór árás í gangi!“
    Úkraínuskýrslan #26 · 04:54

    „Ósk­ar! Vakn­aðu, það er risa­stór árás í gangi!“

    Loka auglýsingu