Tuð blessi Ísland #1054:52
Milljón dollara spurningin um varnarsamning Íslands
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að ákveðnu marki skiljanlegt þegar Trump segi að Evrópa þurfi að gera betur en það sé ótrúlegt að sjá hvað er að gerast í heiminum. „Erum við að horfa upp á umpólun í alþjóðakerfinu?“ segir hann. Þó telji hann matið í Washingtonborg enn það að varnir á Íslandi séu mikilvægar fyrir varnir Bandaríkjanna sjálfra. Það þurfi hins vegar að horfa víðar og hugsa um hvernig við ætlum að verja okkur. „Við höfum verið verst Evrópuríkja þegar kemur að því að sinna okkar eigin vörnum.“
Athugasemdir