Útskýring frambjóðanda
Samfylkingin vill lyfta fjárfestingu í samgöngumalum úr 0,5% í 1% af vergri landsframleiðslu en Ísland hefur veriði langt undir meðaltali OCED-ríkja síðastliðin 10-15 ár í þeim málaflokki. Stærstur hluti fjármagns ætti áfram renna um ríkissjóð en sértæk gjaldtaka getur gagnast að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, svo sem að frumkvæði komi frá nærsamfélaginu og að tekjurnar af henni nýtist beint til að ná settum markmiðum.