Útskýring frambjóðanda
Hér þarf að vanda til verks, dópstríðið er tapað en „opin vímuefnastefna“ eða markaðslausnir í gróðaskyni í þessum málaflokki eru ekki æskilegar að mínu mati, það er ekki sama um hvernig afglæpavæðingu er að ræða og afglæpavædda kerfið verður að taka tillit til lýðheilsusjónarmiða, vímuefnaneysla ætti ekki að vera ólögleg sem slík en svarta markaðinn verður að uppræta og smygl hverskonar ætti enn að vera ólöglegt, við ættum að hafa vísindalega grundað kerfi sem byggir á því að valdstjórninni sé ekki sífellt sigað á annars löghlýðna borgara að óþörfu en um leið fái ekki glæpagengi að tröllríða öllu. Ég lít til ýmissa annarra landa eins og Úrúgvæ, Portúgal og Sviss með sniðugar lausnir, en í sumum ríkjum var þetta ekki gert nógu vel. Það þarf eftirfylgni með þessum málum áfram.