Laus störf

Aðstoð á skrifstofu

Sameinaða útgáfufélagið, sem gefur meðal annars út Heimildina, býður upp á fjölbreytt starf við aðstoð á skrifstofu félagsins í miðborg Reykjavíkur. Til greina kemur að ráða í hlutastarf eða fullt starf á bilinu 9 til 17 virka daga.

Um er að ræða aðstoð við almenn skrifstofustörf ásamt sérverkefnum með möguleika á starfsþróun.

Lykilverkefni:

Dagleg umsýslustörf, meðal annars símsvörun

Samskipti við áskrifendur

Umsjón með eða aðkoma að sérverkefnum 

Skráning og söfnun gagna

Aðstoð við skipulag og umsjón skrifstofu

Æskilegir eiginleikar:

Skipulagshæfni

Kunnátta á Excel

Góð samskiptahæfni

Lausnadrifin nálgun

Starfskjör miðast við kjarasamninga VR.

Tekið er á móti fyrirspurnum og umsóknum fyrir starfið fyrir 10. nóvember 2024 á netfanginu starf@sameinada.is. Einnig má sækja um á meðfylgjandi umsóknarformi.


Umsóknarform