Á húsnæðismarkaði skiptir miklu hverra manna þú ert
Staða húsnæðismála er allt önnur en hún var þegar síðast var kosið til Alþingis. Vextir eru miklu hærri, húsnæðisverð hefur hækkað mikið og leið fyrstu kaupenda inn á húsnæðismarkaðinn, allavega á höfuðborgarsvæðinu, er ansi grýtt, nema hægt sé að treysta á vænan fjárhagsstuðning frá foreldrum eða öðrum.