

Stígamót
„Ég varð fyrir kynferðisofbeldi. Af völdum konu. Átta ára.“
Mörgum reynist erfitt að skilja hvað kona getur gert annarri konu en Arndís Birgisdóttir var misnotuð af konu þegar hún var átta ára gömul. Hún á þrjú börn sem hafa öll þurft að gjalda fyrir kynferðisofbeldið sem hún var beitt í æsku. Hún stígur fram í tengslum við herferð Stígamóta, Styttum svartnættið, þar sem þolendur kynferðisglæpa segja frá reynslu sinni, hversu langan tíma það tók þá að leita sér aðstoðar og hvaða gildi það hafði.