
Slys og dauðsföll ferðamanna eru ekki skráð sérstaklega
Mikil umræða um öryggi ferðamanna fór af stað í kjölfar slyssins í Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag. Fréttir af alvarlegum slysum meðal ferðamanna birtast reglulega í fjölmiðlum og vekja gjarnan óhug. Hins vegar er hvergi að finna miðlæga skrá þar sem haldið er utan um tíðni slysa á meðal ferðamanna hér á landi.