Landlæknir hefur ítrekað bent á að öryggi sjúklinga sé ógnað
Þegar árið 2018 sendi Alma Möller landlæknir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað vegna ófremdarástands á bráðamóttöku Landspítala. Í maí síðastliðnum lýsti landlæknir því á ný að þjónusta sem veitt væri á bráðamóttöku uppfyllti ekki faglegar kröfur.