Írskir sjómenn óttast innrás íslenskra skipa í írska landhelgi
Íslendingar eru sagðir vera í viðræðum við Evrópusambandið um leyfi til að veiða makríl og kolmuna í lögsögu Írlands. Mikil ólga er hjá írskum útgerðarmönnum vegna þessa sem kæra sig ekkert um íslenska innrás og telja Evrópusambandið nýta írskar auðlindir sem skiptimynt fyrir önnur aðildarríki.