Skattrannsókn á Samherja snýst um hundruð milljóna króna
Skattrannsókn, sem hófst í kjölfar uppljóstrana um starfshætti Samherja í Namibíu, hefur staðið frá árslokum 2019. Samkvæmt heimildum Stundarinnar telja skattayfirvöld að fyrirtækið hafi komið sér undan því að greiða skatta í stórum stíl; svo nemur hundruðum milljóna króna. Skúffufélag á Máritíus sem stofnað var fyrir milligöngu íslensks lögmanns og félag á Marshall-eyjum, sem forstjóri Samherja þvertók fyrir að tilheyrði Samherja, eru í skotlínu skattsins.