Lok, lok og læs
Vonskuveður á Siglufirði varð til þess að skíðaskálinn er nánast ónýtur eftir snjóflóð og rýma þurfti níu íbúðarhús við tvær götur. Undanfarið hefur verið meira og minna ófært en ljósmyndari Stundarinnar komst loks á áfangastað til að fanga andrúmsloftið í þessu 2.000 manna bæjarfélagi þar sem íbúar eru jafnvel innilokaðir dögum saman. Þeir kvarta ekki, veðrið var verra í fyrra.