
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
Reglulega er tölum um meðallaun Íslendinga fleygt fram í umræðunni og þau gjarnan sögð vera óvenjuhá í samanburði við önnur lönd. Í fyrra voru heildarlaun fullvinnandi fólks að meðaltali 935.000 þúsund krónur á mánuði. Hins vegar fær flest starfandi fólk mánaðarlaun sem eru lægri en þetta meðaltal. Að ýmsu þarf að gæta þegar meðaltalið er rætt því hlutfallið segir ekki alla söguna.