Menningarstarf þarf einfaldara og þéttara stuðningsnet
Tónlistarfólk, tónleikastaðir, skemmtikraftar, íþróttafélög, leikhús, veitingahús og barir standa afar illa í kjölfar heimsfaraldursins. Fyrir fólk og atvinnugreinar sem byggjast að mestu leyti á því að fólk komi saman til að eiga skemmtilegar stundir, voru samkomutakmarkanir augljóslega skellur, sem enn sér ekki fyrir endann á. Þó má greina létti og mikla bjartsýni. En hvað er hægt að gera til að vernda þessa ómissandi þætti borgarsamfélagsins?