

Jón Trausti Reynisson
Þetta er ekki frjáls samkeppni
Stundin er með bestu rekstrarafkomu helstu fréttamiðla á Íslandi og aðeins einn af tveimur sem skilar ekki tapi. Á sama tíma og Stundin byggði tilvist sína á áskrifendum hafa moldríkir eigendur annarra fjölmiðla dælt milljörðum í botnlaust tap þeirra sem kemur í veg fyrir sjálfbærni og heilbrigða samkeppni.