

Aðalsteinn Kjartansson
Þrjátíu ára lærdómur
Þó að óháð rannsókn á hlutverki og aðkomu stjórnvalda í aðdraganda og eftir snjóflóðið í Súðavík í janúar 1995 hafi komið þrjátíu árum of seint, er ekki of seint að draga mikilvægan lærdóm af því sem gerðist. Pólitík, fjármál og persónulegar deilur mega ekki verða til þess að fólki sé veitt falskt öryggi.













