Kínverski listinn: Utanríkisráðuneytið segir gagnasöfnunina stangast á við siðferði og lög
Sænskur sérfræðingur um Kína telur að nafnalistinn með 2,5 milljónum manna, þar af 4.000 Íslendingum, sé til marks um breytta utanríkistefnu Kína og aukinn áhuga á öðrum ríkjum. Utanríkisráðuneytið segir að sambærilegum upplýsingum um starfsmenn þess hafi ekki áður verið safnað saman svo vitað sé.