
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
Vilhjálmur Þór Svansson, lögfræðingur og starfsmaður á leikskólanum Nóaborg, bjóst ekki við að hefja störf á leikskóla til að koma dóttur sinni að á leikskóla. Hann segir það hollt fyrir foreldra að stíga aðeins út fyrir þægindarammann og dýrmætt að fylgjast með dætrum sínum vaxa og dafna í leikskólastarfinu.