„Ég kalla þetta svítuna“
Vilberg Guðmundsson hefur búið í húsbíl í níu ár. Hann og þáverandi konan hans ákváðu þá að selja íbúðina sína og keyptu húsbíl á Flórída. Þau skildu síðar og hann er að fóta sig á nýjan hátt. Vilberg er einn þeirra sem býr í hjólhýsabyggðinni við Sævarhöfða. „Ég skil ekki af hverju við máttum ekki vera áfram í Laugardalnum,“ segir hann.