„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
Bergþóra Pálsdóttir, Bebba, hefur unun af því að fá gesti til sín í hjólhýsið og finnst þetta svolítið eins og að búa í einbýlishúsi. Barnabörnin koma líka í heimsókn en þau geta ekki farið út að leika sér í hjólhýsabyggðinni í Sævarhöfðanum: „Þau skilja ekki af hverju við vorum rekin úr Laugardalnum og sett á þennan ógeðslega stað.“