
Börnin eru algerlega valdalaus og líða mest
Þessi börn verða fátækir foreldrar, ef ekki er reynt að snúa þessari þróun við. Þetta segir Elísabet Karlsdóttir félagsráðgjafi og forstöðumaður Fjölskyldumiðstöðvarinnar í Gerðubergi í Breiðholti. Hún er einn forsvarsmanna TINNU, sem er úrræði fyrir efnalitla einstæða foreldra.