
Kátt í höllinni
Alþjóðleg bókmenntahátíð í Reykjavík var sett miðvikudaginn 23. apríl síðastliðinn í Safnahúsinu. Stella Soffía Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, bauð gesti og gangandi velkomna. Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, héldu ræður við tilefnið, sem og einn upphafsmanna hátíðarinnar fyrir 40 árum, Knut Ødegård.